top of page

Fasteigna
Ljósmyndun

Fagleg framsetning sem selur

Fyrstu kynni skipta öllu máli þegar kemur að sölu eða kynningu fasteigna. Með faglegri fasteignaljósmyndun tryggir þú að eignin vekji strax áhuga og skili sér í betri fyrstu sýn.

Ég legg áherslu á rétt ljós, sjónarhorn og stemningu sem fangar eðli eignarinnar, hvort sem um er að ræða bjarta íbúð í miðbænum eða sumarhús í náttúrunni.

Myndirnar eru unnar vandlega í eftirvinnslu til að ná fram raunhæfum en fallegum litum og birtu. Markmiðið er alltaf að sýna eignina eins og hún er, bara í sínu besta ljósi.

 

Hentar vel fyrir fasteignasala, eigendur og hönnuði sem vilja hágæða myndir til birtingar á vefsíðum, auglýsingum og samfélagsmiðlum.

Black Metal
bottom of page