top of page
IMG_1398_Original 2.jpg

Pálmi Rafn 

Arinbjörnsson

Mín saga

Ég er 21 árs ljósmyndari frá Reykjanesbæ með djúpa ástríðu fyrir því að skapa.
Áhugi minn kviknaði þegar ég var 12 ára og eyddi öllum fermingarpeningnum í fyrstu myndavélina mína, sem er enn ein af mínum uppáhaldsminningum. Ég notaði hana daglega, tók myndir og myndbönd, stofnaði YouTube-rásir og prófaði allt sem tengdist sköpun.

Þegar ég var 15 ára opnaðist ný leið þegar ég var keyptur af enska úrvalsdeildarliðinu Wolverhampton Wanderers. Lífið snerist þá alfarið um fótbolta og myndavélin fór tímabundið á hilluna. En fljótlega fann ég söknuðinn og keypti nýja, enn betri myndavél sem ég nota enn í dag.

Eftir rúmlega fimm ár í Englandi flutti ég heim til Íslands og gekk til liðs við Víking Reykjavík. Meðfram fótboltanum byrjaði ég að vinna sem stuðningsfulltrúi í grunnskóla, en mér fannst ég ekki vera að nýta sköpunargáfuna eins og ég vildi. Þannig ákvað ég að fara all in í ljósmyndun og stofnaði Sjónarhorn, þar sem ég hef byggt upp þjónustu sem sameinar fagmennsku, ástríðu og skapandi nálgun.

Síðan þá hef ég myndað yfir 400 eignir og elskað hverja sekúndu af því. Ég legg mikla áherslu á að bæta mig stöðugt, gera meira, gera betur og skapa efni sem fangar ekki bara myndina heldur líka tilfinninguna sem fylgir henni. Ljósmyndun er ekki bara vinna fyrir mig heldur leið til að tjá mig og skapa eitthvað sem hefur varanlegt gildi.

bottom of page